king oyster ceviche


Mynd / Hallur Karlsson fyrir Gestgjafann

King Oyster ceviche er bragðmikill kaldur forréttur og fullkominn á snittur í jólaboðinu. Sveppirnir eru þéttir og draga í sig bragðið af appelsínu, lime, jalapeño og rauðlauk og halda sér mjög vel. Þess vegna er tilvalið að gera þessa uppskrift með nægum fyrirvara og geyma í ísskápnum.

UPPSKRIFT
forréttur fyrir 4-6

5-6 stórir King Oyster sveppir, skornir í þunnar sneiðar
1 appelsína, kreist
1 lime, kreist
1/2 rauðkaukur, skorinn smátt
1-2 jalapeño, skorin smátt
2 msk lífræn jómfrúar ólífuolía
S&P


AÐFERÐ

1. Sjóðið vatn í potti. Skerið hattinn af sveppunum og svo í u.þ.b. 1 cm sneiðar. Skerið sneiðarnar í helming. Fáið upp væga suðu og sjóðið í 10 mínútur. Sigtið vatnið frá og látið sveppina kólna.
2. Fínskerið rauðlauk og jalapeño og kreistið lime og appelsínu. Blandið ólífuolíunni við.
3. Hellið blöndunni yfir sveppina og geymið í ísskáp þar til borið fram. Sveppirnir eru góðir kaldir eða við stofuhita, bæði einir og sér eða á ristuðu brauði.


Arna Engilbertsdóttir